FERÐUMST INNANHÚSS
1.
Þú veist það eru viðsjárverðir tímar
með landamæri lokuð víðast hvar
En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far
Í ferðalag og freistum gæfunnar
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð
Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss
Góða ferð, verum sæl með góða ferð
2.
Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur
og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað
Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það
að bregða mér í ilmolíu-bað
Góð